top of page

UM EIK HÖNNUN

EIK hönnun er vefverslun sem selur veggspjöld sem bæði hægt er að kaupa útprentað og rafrænt. Við leggjum mikið upp úr því að bæta við úrvalið hjá okkur og á sama tíma reynum við að hafa hvert og eitt veggspjald persónulegt. 

 

Eik hönnun tekur að sér ýmisleg verkefni, allt frá því að hanna matseðla, logo, fermingarkort og allt sem þú þarft fyrir brúðkaupið hvort sem það er sætaskipan, boðskort, borðanúmer, nafnamiðar osfv.

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða fyrirspurnir endilega sendu okkur tölvupóst.

Veggspjöldin eru prentuð á hægða ljósmyndapappír með endingargóðu bleki og fást í tveimur stærðum. Við hugsum vel um umhverfið og eru veggspjöldin okkar prentuð í umhverfisvottaðri prentsmiðju og umbúðirnar  eru umhverfisvænar og framleiddar á íslandi.

SAGAN Á BAKVIÐ EIK HÖNNUN

Hugmyndin af EIK hönun kveiknaði fyrir nokkrum árum þegar ég var að spila sccrabbel við mömmu. Mér fannst þetta sniðug hugmynd og fór að vafra um á internetinu og sá að það var enginn að gera neitt þessu líkt. Eftir að hafa verið með þessa hugmynd í kollinum í tvö ár lét ég loksins verða af þessu. Skrítið að segja það en ég fékk kjarkinn til byrja eftir að ég flutti til Barclona þar sem ég bý enn. Einnig á ég fjölskyldu og vinum mikið að þakka þau hvöttu mig mikið áfram og án þeirra væri EIK hönnun ekki til í dag.
Ég byrjaði einungis með tvær týpur af krossgátum spjöldum en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað. Eik hönnun býður nú upp á rúmlega þrjátíu týpur af veggspjöldum og tekur meðal annars að sér hin ýmsu verkefni sem tengjast hönnun 

- Birta Eik F. Óskarsdóttir eigandi og stofnandi EIK hönnun

bottom of page