FÆÐINGARKORT
Fæðingarkortið þitt er í raun mynd af sólkerfinu á því augnabliki þegar þú fæddist. Kortið byggist á nákvæmri dagsetningu, tímasetningu og staðsetningu fæðingar. Flestir einstaklingar vita í hvaða stjörnumerki sólin var þegar þeir fæddust (t.d. vatnsberi fyrir þá sem eru fæddir 20. jan til 18. feb), en samkvæmt stjörnuspekinni er það bara eitt af því ótalmarga í fæðingarkortinu sem skilgreinir hver þú ert. Fæðingarkortið sýnir til dæmis einnig í hvaða stjörnumerkjum pláneturnar í sólkerfinu voru þegar þú fæddist. Það getur verið yfirþyrmandi að skoða fæðingarkortið sitt í fyrsta skipti, enda er kortið fullt af ókunnugum merkjum, númerum, formum og línum. Stjörnuspeki er flókið myndmál sem hefur verið til í þúsundir ára. Í samræmi við það þarf æfingu (og þolinmæði) til að skilja þessa flóknu táknrænu skýringarmynd.
Hús í fæðingarkortinu
Fæðingarkortinu er skipt upp í 12 mismunandi svæði, en þau eru númeruð í innsta hring á fæðingarkortinu. Þessar svæði eru kölluð “hús”. Hvert hús táknar ákveðið svið í lífi þínu. Lýsingarnar á hverju húsi fyrir sig hjálpa þér að átta þig á þessum 12 mismunandi svæðum fæðingarkortsins.
1. hús: Sjálf, sjálfsmynd, líkamlegt útlit.
2. hús: Efnislegar eignir, peningar, gildi
3. hús: Jafnaldrar, samskipti, systkini
4. hús: Heimili, fjölskylda, uppruni
5. hús: Sköpunargáfa, rómantík, börn
6. hús: Heilsa, vellíðan, venjur
7. hús: Sambönd, samningar, hjónaband
8. hús: Erfðir, kynlíf, umbreyting
9. hús: Heimspeki, ferðalög, menntun
10. hús: Ferill, arfleifð, orðspor
11. hús: Aktívismi, tækni, mannúð
12. hús: Innsæi, leyndarmál, andlegheit
Hér er 6. hús, en það táknar svið heilsu, vellíðan og venja. Það eru þrjú tákn inni í þessu húsi; sólin (☉), merkúrís (☿) og plútó (. ).
Þú tekur eflaust eftir því að í sumum húsum á fæðingarkortinu þínu eru tákn eða merki (sem tákna flest plánetur), en önnur hús eru tóm. Þótt þú sért ekki með tákn eða plánetur í húsi þýðir það ekki að svið þessa húsa muni ekki birtast í lífi þínu. Hvert hús gegnir mikilvægu hlutverki í fæðingarkorti okkar, óháð því hvort pláneta ríki þar.
Pláneturnar
Tunglið, sólin, rísandinn og reikistjörnurnar í sólkerfinu segja öll til um mismunandi þætti í lífi okkar og persónuleika. Til dæmis segir tunglið til um innra tilfinningalíf okkar, Venus segir til um hvernig við tengjumst öðrum, og rísandinn segir til um það hvernig við birtumst öðrum við fyrstu kynni. Þetta er útskýrt hér til hægri.
Hér er má sjá ♄, sem er táknið fyrir satúrnus. Satúrnus er hér í hrútnum (♈︎) og í 11. húsi, sem er svið aktívisma, tækni og mannúðar.
Plánetur
Sólin
Tunglið
Rísandi
Miðhiminn
Merkúríus
Venus
Mars
Júpíter
Satúrnus
Úranus
Neptúnus
Plútó
Tákn
Lýsing
☉
Segir til um grunnpersónuleika þinn, hvað þér líkar við, lífsorku, meðvitund, og tilgang. Segir einnig til um þær leiðir sem þú notar til að fara í gegnum lífið. Staðsetning sólarinnar gefur einnig til kynna meðfædda hæfileika og veikleika.
☽
ASC
Tunglið segir til um þitt innra sjálf, tilfinningar og þrár. Það segir til um hvar og hvernig þér líður best, tilfinningalíf þitt, þægindaramma og það hvenær þú finnur fyrir öryggi eða kvíða. Það hefur mikil áhrif á sambönd við annað fólk og hvernig þú tengist fólki.
Rísandinn segir til um hvaða “grímu” þú setur á þig og hvernig þú birtist öðrum/ hvernig aðrir sjá þig. Einkenni merkisins sem rísandinn þinn er í eru þau sem þú sýnir fólki oftast við fyrstu kynni. Rísandinn hefur einnig áhrif á líkamlegt útlit þitt.
MC
☿
♀
Miðhiminninn segir til um þann starfsvettvang sem einstaklingur er líklegastur til að ná árangri í og sem mun veita honum mestu lífsfyllinguna. Hann varpar einnig ljósi á hverju þú hefur metnað fyrir, hvaða orðspori þú sækist eftir, og hvernig þú markar spor þitt í samfélaginu.
Segir til um hvernig þú hefur samskipti, lærir, tjáir þig og hugsar. Segir einnig til um hvað vekur áhuga þinn og hvers konar upplýsingum, þekkingu og hugmyndum þú safnar og miðlar.
Segir til um hvernig þú tengist öðrum, hverja og hvernig þú elskar, hvað veitir þér ánægju. Hefur áhrif á gildi og þrár þínar hvað varðar ást, rómantík, nánd, og kynlíf.
Segir til um hvernig þú hegðar þér sem kynvera. Hvernig þú nálgast verkefni. Hvenær þú finnur fyrir orku, hvatningu, sprengikrafti og ástríðu. Segir einnig til um hvernig þú tekst á við reiði og árásargirni.
♃
♄
Segir til um á hvaða sviði þú er heppinn eða á hvaða sviði þú hefur náttúrulega hæfileika og munt eiga í auðvelt með að ná markmiðum þínum.
Segir til um hvernig þú tekst á við það sem þú hræðist, hvernig þú setur mörk, og hvers konar hindranir eru líklegar til að mæta þér. Gefur einnig til kynna á hvaða sviði lífið krefst þess að þú sýnir meiri aga.
♅
Segir til um á hvaða sviði og hvernig þú sýnir uppreisn, nýsköpun og sérvisku. Gefur einnig til kynna hvers konar samfélag þú sækir í.
Segir til um hvernig þú notar ímyndunaraflið þitt og sköpunargáfu. Gefur til kynna andlega næmni þína og hvernig þú tengist hinu dulspekilega.
Lýsir undirmeðvitund þinni og á hvaða sviði þú geymir leyndar tilfinningar, hugsanir og þrár. Segir einnig til um kraft, dauða og einhvers konar umbreytingu í lífi þínu.
Stjörnumerkin
Stjörnumerki
Tákn
Lýsing
Hrútur
♈︎
Pláneta í Hrúti nær fram markmiðum sínum í stíl sem er aðgerðamiðaður. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. hugrekki, ástríða, frumkvæði.
Naut
♉︎
Pláneta í Nauti nær fram markmiðum sínum í stíl sem er jarðbundinn og stöðugur. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. hollusta, skuldbinding og hagkvæmni.
Tvíburar
Krabbi
Ljón
♊︎
♋︎
♌︎
Pláneta í Tvíburum nær fram markmiðum sínum í stíl sem einkennist af forvitni og samtölum. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. forvitni, samskipti og leikur.
Pláneta í Krabba nær fram markmiðum sínum í stíl sem er umhyggjusamur og tilfinningaríkur. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. næmni, vernd og sköpunargleði.
Pláneta í Ljóni nær fram markmiðum sínum í stíl sem er tjáningamikill og skemmtilegur. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. árangur, hugrekki og stolt.
Meyja
Vog
Sporðdreki
♍︎
Pláneta í Meyju nær fram markmiðum sínum í stíl sem er fullkomnandi og greinandi. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. skipulag, uppbygging, raunsæi.
♎︎
Pláneta í Vog nær fram markmiðum sínum í stíl sem er tillitssamur og réttlátur. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. jafnvægi, sátt og réttlæti.
♏︎
Pláneta í Sporðdreka nær fram markmiðium sínum í stíl sem er dularfullur og skarpur. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. styrkur, kraftur og dýpt.
Bogamaður
Pláneta í Bogamanni nær fram markmiðum sínum í stíl sem einkennist af léttlyndi og jákvæðni. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. ævintýri, könnun og uppgötvun.
Steingeit
Vatnsberi
Fiskar
♑︎
Pláneta í steingeit nær fram markmiðum sínum í stíl sem er agaður og strangur. Það sem einkennir stjörnumerkið er metnaður, ábyrgð og árangur.
♒︎
Pláneta í Vatnsbera nær fram markmiðum sínum í stíl sem er vitsmunalegur og afmarkandi. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. nýsköpun, uppreisn, aktívismi.
♓︎
Pláneta í Fiskum nær fram markmiðum sínum í stíl sem næmur og skapandi. Það sem einkennir stjörnumerkið er m.a. hugsjónasemi, samúð og næmni.
Þegar þú skilur hvað pláneturnar og fyrirbærin segja til um, er næsta mikilvæga skref að skoða hvaða stjörnumerki þær eru staðsettar í. Stjörnumerkið sýnir einfaldlega það hvernig plánetan framkvæmir verkefni sitt. Til dæmis, ef plánetan Venus snýr að því hvernig þú tjáir ást, þá mun einstaklingur með Venus í stjörnumerkinu Tvíbura tjá ást með forvitni, samskiptum og leik. Ef að Venus er hins vegar í Sporðdreka, mun einstaklingurinn tjá ást sína af miklum styrkleika, krafti og dýpt. Hér koma tákn og lýsingar á stjörnumerkjunum.
Hér má sjá táknið ♋︎, sem er stjörnumerki Krabbans. Í þessu korti er rísandinn (ASC) í stjörnumerki krabbans.
Hér má sjá táknið ♑︎, sem er stjörnumerki Steingeitarinnar. Í þessu korti er Neptúnus ( ) og Mars ( ) í stjörnumerki Steingeitarinnar.
Að púsla öllu saman
Með grunnskilningi á húsum, plánetum og stjörnumerkjum getur þú byrjað að greina fæðingarkortið. Formúlan fyrir túlkun á fæðingarkortinu er eftirfarandi: Pláneta + Stjörnumerki + Hús. Með öðrum orðum, hvað er pláneta að gera, hvernig gerir hún það og á hvaða sviði lífsins birtist hún? Til að læra betur um fæðingarkortið þitt er sniðugt að nota netið og skoða hvað ákveðin pláneta eða fyrirbæri í tilteknu stjörnumerki þýðir fyrir þig. Inná eru greinar eftir Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur á íslensku um merkingu pláneta í stjörnumerkjunum sem þú getur skoðað. Svo er mikið af efni á ensku til um stjörnuspekina, ef þú ert til dæmis með tunglið í ljóninu væri hægt að slá upp á google “moon in leo”.