Skilmálar
Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun EIK Hönnun. Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.eikhonnun.com
Skilmálann samþykkir kaupandi með staðfestingu á kaupum.
Verð
Verð á vefsvæði EIK hönnun er með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. EIK Hönnun áskilur sér rétt til að breyta verði, reglum og skilmálum án fyrirvara en verð eru almennt breytileg vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Heildarkostnaður við kaup á vörum er tekinn saman áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntunina eins og vöru, sendingarkostnað o.fl.
Gjaldmiðill: ISK
Persónuupplýsingar
Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem nafn, heimilisfang og netfang. Mikið öryggi og fullum trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda eikhonnun.is. Farið er með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslur. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Okkar markmið er að sjá til þess að meðhöndlun á persónuupplýsingum sé í takt við reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.
Greiðsla
Hægt er að greiða fyrir vörukaup með millifærslu, aur eða örugga greiðslusíðu frá Rapyd.
Endurgreiðslustefna
Ef vara er gölluð er EIK hönnun skylt að bjóða kaupanda afslátt, nýja vöru eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst til okkar innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. Senda á tölvóst á eikhonnun@gmail.com sem um leið og kaupandi er var við galla.
Sending
Þegar þú verslar á www.eikhonnun.com færðu vöruna senda með Íslandspósti eða getur sótt vöruna í Rammastúdíó í Ármúla 20 sem er opið mánudag-föstudaga 09-17. Kaupandi fær tölvupóst staðfestingu þegar varan er tilbúinn til afhendingar í Rammastúdíó.
Þegar varan er send með Íslandspósti bætist við sendingarkostnaður 1.350kr þegar varan er greidd.
Lög um varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Umbúðir
Veggspjöldin eru afhent í hólkum.
Lög um varnarþing
Skilmálar þessir gilda frá og með 23. október 2022
Birta Eik F. Óskarsdóttir
240697-2039
Sigtún 53
450 Patreksfjörður